Hund­um haldið frá hinstu kveðju

Birt á mbl.is: Anna Marsibil Clausen

„Hvernig á dótt­ir hans að geta skilið þetta? Hún er fjöl­skyld­an okk­ar.“

Þetta seg­ir Sirrý Birg­is­dótt­ir um tík­ina Emblu en í gær var son­ur Sirrýj­ar, Snorri Sig­tryggs­son, lagður til hinstu hvílu án þess að Embla fengi að vera viðstödd.

Snorri var aðeins 31 árs gam­all og seg­ir Sirrý hann hafa lát­ist úr krabba­meini í sál­inni. Eðli­lega sé fjöl­skyld­an harmi sleg­in og að það eigi ekki síst við einka­dótt­ur Snorra sem er 10 ára göm­ul.

Sirrý seg­ir son sinn hafa verið mik­inn dýra­vin og að allt frá unga aldri hafi fer­fætl­ing­ar átt hug hans all­an. Eins og áður sagði átti hann tík­ina Emblu sem verður sjö ára í haust og er litið á hana sem fjöl­skyldumeðlim.

„Kon­una hans og dótt­ur langaði að sjálf­sögðu til að hund­ur­inn fengi að vera með. Elsta syst­ir hans hafði sam­band við Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma og at­hugaði hvort við gæt­um fengið að hafa hana með í garðinn,“ seg­ir Sirrý. „En það er bara strang­lega bannað og þeir voru ekki til­bún­ir að beygja regl­urn­ar til að lina sorg­ir 10 ára barns.“

Hefði mátt koma í kirkj­una

Sirrý kveðst afar reið og spyr fyr­ir hverja regl­urn­ar séu sett­ar. Seg­ir hún Emblu sakna Snorra og að hún sitji oft við úti­dyrn­ar og bíði þess að hann komi heim úr vinn­unni. Sirrý seg­ir að eft­ir viðbrögðin frá Kirkju­görðunum hafi fjöl­skyld­unni ekki komið til hug­ar að hafa sam­band við Grafar­vogs­kirkju þar sem Snorri var jarðsung­inn. Síðar hafi komið í ljós að Embla hefði getað fengið að vera við at­höfn­ina í kirkj­unni, en þó með und­anþágu.

„Okk­ur datt ekki í hug að spyrja af því að við vit­um að hund­ar eru hvergi vel­komn­ir á Íslandi. Okk­ur datt kirkju­g­arður­inn í hug af því að hann er úti, hund­ur­inn gæti verið í bandi og það yrði færra fólk.“

Sirrý seg­ir bann við hund­um í kirkju­görðum vera enn einn ang­an af for­dóm­um gegn hund­um í ís­lensku sam­fé­lagi. Bend­ir hún á að hesta og katta­eig­end­ur þurfi ekki að þrífa upp eft­ir dýr sín þegar þau ganga örna sinna úti við, ólíkt hunda­eig­end­um. Eins seg­ir hún að of­næmi sé of­notað sem af­sök­un fyr­ir því að halda hund­um frá al­menn­ings­rým­um.

„Af hverju eru Íslend­ing­ar svona hunda­fæl­in þjóð? Í út­lönd­um sérðu hunda allstaðar, inni í versl­un­um og al­menn­ings­sam­göng­um, og eng­inn er dá­inn.“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/07/08/haldid_fra_hinstu_kvedju/