Ofnæmispróf fyrir hunda

Jórunn Sörensen:

Á heimasíðu sænska hundaræktarfélagsins (Svenska kennelklubben) er áhugaverð grein sem fjallar um nýtt ofnæmispróf sem hægt er að gera á hundum. Prófið mælir allergen (ofnæmisvaka = það sem vekur upp ofnæmisviðbrögð) frá hundinum, getur líka mælt hvort hundurinn sé með mikið af ofnæmisvökum í munnvatni eða hvort það er í pelsinum. Þarna kemur fram að það sé ekki talið að það sé ólíkt milli tegunda hversu ofnæmisvaldandi hundur er heldur er það einstaklingsbundið milli hunda hversu miklum ofnæmisviðbrögðum hann getur valdið.

Þetta próf mælir 3 af 6 mismunandi ofnæmisvökum sem eru til í hundum.

Kemur fram að próf fyrir hina 3 ofnæmisvakana sé væntanlegt.

 

http://skk.se/sv/nyheter/2015/1/Nytt-test-mater-hur-allergivanlig-din-hund-ar/