Auglýsing í dagblaði frá 1880 týndur rakki

Þórhildur Bjartmarz skrifar:

Þessi auglýsing birtist í dagblaði 1880

  • Týnst hefir í miðjum febrúar eða villst frá undirskrifuðum: ungur rakki af ensku kyni, svartur með mórauðar lappir, nokkuð stærri tegund og lengri á kropp en innlenzkir hundar; hann gegndi nafninu Hektor. Sá sem færir mér hund þennan, skal fá 10 krónur fyrir ómak sitt. L.Larsen í Thomsens búð í Rvík.

Á þessum tíma er ýmist skrifað um innlenzka eða útlenzka hunda. Allir hundar sem höfðu ekki útlit íslenska fjárhundsins voru útlenzkir hundar. Frá árinu 1871 var skylda að flokka hunda í þarfa og óþarfa hunda í hverri sýslu landsins. Af hverjum óþörfum hundi átti að greiða 2 krónur. Reyndin var sú að nánast engir skattar skiluðu sér því það var mat manna að fáir eða engir hundar flokkuðust undir óþarfa hunda. Larsen bauð 10 krónur fyrir ómakið sem hefur verið mikill peningur miðað við 2 krónu skattinn.